Author: Kristin

  • Matmálstímar í leikskólum

    Matmálstímar í leikskólum

    Nýlega var fjallað um áhugaverða  sænska rannsókn Lenu Ryberg á matmálstímum í leikskólum á norska vefnum barnahagen.no  (árið 2019). Í rannsókninni beindi hún athyglinni að matartímum í einum leikskóla og sérstaklega að hvernig samskipti ættu sér stað í matmálstímum og reglum, skráðum og óskráðum sem þar giltu. Hún komst að því að allt er ekki…

  • Sameinuð athygli

    Sameinuð athygli

    Sameinuð athygli (joint attention) er hugtak sem notað er meðal annars þegar verið er að fjalla um þroska barna. Sameinuð athygli  á sér stað þegar tveir einstaklingar deila athygli á sama hlutinum. Henni er náð með því að annar einstaklingurinn beinir athygli hins (t.d. með augnaráði, bendingu með eða án orða). Þegar einstaklingur bendir öðrum…

  • Leikskólakennarar eru í starfi barnanna vegna

    Leikskólakennarar eru í starfi barnanna vegna

    Í október lagði ég fyrir könnun þar sem ég spurði hvað starfsfólk leikskóla telur gefandi í starfi, hvernig það skilgreinir fyrirmyndar samstarf innan leikskóla og að lokum spurði ég um atriði sem fólk telur mest um vert að vinna að innan leikskólans. Ég sagði frá fyrstu greiningu á gögnunum á fundi Bernskunnar – Íslandsdeildar OMEP,…

  • Leikskóli í krísu

    Leikskóli í krísu

    Frá hruni hefur leikskólinn átt í vanda. Þá var lofað að slá skjaldborg um málefni m.a. barna og skólakerfisins. Í upphafi hélt loforðið, en smám saman tók að höggva í; leikskólar þurftu að spara, ýmis störf voru lögð niður, minna var ráðið í afleysingar og að lokum voru margir leikskólar sameinaðir, þvert á vilja þeirra…

  • Það sem veldur álagi í leikskólum

    Það sem veldur álagi í leikskólum

    Hér er fjallað um niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir 22 – 25 september 2017 um undirbúningstíma og álagsþætti í starfi í leikskólum. Sérstaklega var spurt um óskafyrirkomulag og tímafjölda í undirbúning og svo það sem hvíldi á fólki varðandi vinnuaðstöðu og vinnutíma í leikskólum. Könnunin var gerð á Surrwey monkey og var með öllu…

  • Vinnuaðstæður leikskólakennara

    Vinnuaðstæður leikskólakennara

    Þar sem ég hef skoðað leikskóla víða um heim veit ég að í flestu stöndum við okkur vel með okkar leikskóla. Við höfum metnaðarfullt fólk sem vinnur í kerfinu og oftast líka pólitíkusa. En þrátt fyrir það þarf ekki annað en flétta blöðum á hverju hausti og sjá að það er eitthvað ekki í lagi.…

  • Þetta um elstu börnin í leikskólanum

    Þetta um elstu börnin í leikskólanum

    Til að skilja hvernig hugmyndafræði grunnskólans togar leikskólafræðina til sín er gagnlegt að skoða umræðuna um elstu börnin í leikskólanum og hvernig hún hefur þróast. Umræðan um elstu börn leikskólans er ekki ný af nálinni. Hér áður fyrr hófu íslensk börn grunnskólagöngu 7 ára. Þó sóttu mörg börn nokkurra vikna vorskóla og önnur fóru í…

  • Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin

    Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin

    Ég gladdist við að hlusta á sumt í dag á ráðstefnu Rannung um fimm ára börnin.  Mér fannst gaman að hlusta á stjórana á Urðarhól og Ægisborg lýsa  starfinu og gefa dæmi um frábært leikskólastarf þar sem leiknum er treyst sem námsleið og það stutt með dæmum úr starfi.  Mér varð hinsvegar verulega ómótt þegar ég hlustaði á…

  • Könnun um yngstu börnin í leikskólum

    Könnun um yngstu börnin í leikskólum

    Sem hluti af námskeiði um yngstu börnin í meistaranámi við Háskólann á Akureyri, ákváðum við að gera litla rannsókn um ýmislegt sem snýr að börnum sem byrja undir 24 mánaða í leikskólum.  Nemarnir sömdu spurningar og lögðu línur, ég fór yfir og bætti aðeins inn í. Verkefnið er hugsað til að afla ganga og setja…

  • Aðlögun – febrúar 2017

    Aðlögun – febrúar 2017

    Nýlega bað ég starfsfólk leikskóla að svara fyrir mig könnun á fésbók um fyrirkomulagi aðlögunar í þeirra leikskólum. Ég lofaði þeim sem þátt tóku að segja þeim frá hvernig skiptingin er á milli aðlögunarforma. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar spegla mjög vel þær niðurstöður sem ég fékk í sambærilegri könnun á…