Author: Kristin

  • Sanngjörn, ákveðin, frek, glaðlynd, stúrin

    Sanngjörn, ákveðin, frek, glaðlynd, stúrin

    Ég var að lesa  grein eftir Ann-Marie Markström um foreldrasamtöl í sænskum leikskólum – reyndar kalla þeir samtölin þróunarsamtöl. Markmið þeirra er yfirleitt að greina foreldrum frá þróun og þroska barnanna og segja frá lífi þeirra í leikskólanum. Í greininni er farið yfir sviðið um hvernig þessum samtölum hefur verið háttað, hver hefur stýrt og á…

  • Sit upp á hól og góni

    Sit upp á hól og góni

    Ég sit upp á góðum hól með nokkur gleraugunasett mér við hlið og horfi yfir vettvang leikskólans. Ég er í önnum við að máta  þessi gleraugu. Kynjagleraugu Stundum set ég upp kynjagleraugun, stundum set ég upp frjálshyggjugleraugun, stundum er það gleraugun sem hjálpa mér að greina  hina félagslegu orðræðu sem ég set upp. Yfirleitt reyni ég…

  • Fullorðin má ekki snerta mig

    Fullorðin má ekki snerta mig

    Vegna hræðslu við að verða lögsóttir hafa margir leikskólar í Bretlandi ákveðið að setja sér stefnu sem byggist á því að snerta börn ekki. Þetta felur í sér að börn mega ekki sitja í fanginu á starfsfólki, það má ekki kyssa á bágt eða jafnvel greiða börnum. Fólk áttar sig á að sum snerting er…

  • Bandamenn leikskólans – foreldrar

    Bandamenn leikskólans – foreldrar

      Leikskólinn er í lífi flestra barna fyrsti staðurinn sem þau taka sjálf virkan þátt í hinu formlega samfélagi. Í leikskóla læra börn að vera á eigin forsendum, þau eignast vini og félaga, þau mynda tengsl við börn og fullorðið fólk ótengdu sér. Þau læra hin ýmsu gildi og norm sem eru í samfélaginu. Traust…

  • Hvað gera leikskólakennarar?

    Hvað gera leikskólakennarar?

      Hvað felst í starfi leikskólakennara? –Þeir vinna með börnum –Þeir skipuleggja umhverfi og nám barna. –Þeir taka þátt í að rannsóknum barna. –Þeir gera skráningar á námi barna og lesa úr þeim með samstarfsfólki, börnum og foreldrum. –Þeir taka daglega þátt í alla vega skapandi athöfnum. –Þeir eru bæði úti og inni. –Enginn dagur…

  • Skapandi nám

    Skapandi nám

    Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi. Starf í leikskólum er skapandi, þar er hver dagur nýr dagur með ný verkefni og ævintýr. Til þess að geta tekið þátt í undrinu sem nám barna er skiptir máli að hafa góðan undirbúining í skapandi starfi. Við HA leggjum við áherslu á…

  • Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

    Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

    Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er  fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar. Leikskólakennarar þurfa að hugsa…

  • Að finna sína hillu – reynsla kennaranema

    Að finna sína hillu – reynsla kennaranema

    Nýlega fékk ég það skemmtilega hlutverk að lesa yfir dagbækur og verkefni kennaranema við Háskólann á Akureyri. Í þeim fjalla þau um 10 vikna reynslu af heimsóknum í leik- og grunnskóla. Þau lýsa starfsháttum í skólum, samskiptum kennara og barna, hugmyndafræði sem unnið er eftir og svo framvegis. Frjóir og fjölbreyttir kennsluhættir Eftir að hafa…

  • Hjarta – hugur – hönd   sjálfbærni í verki.

    Hjarta – hugur – hönd sjálfbærni í verki.

    Í einu þeirra námskeiða sem ég kenni um þessar mundir er viðfangsefnið sjálfbærni. Sjálfbærni er hugtak sem hefur verið á ferðinni um íslenskt samfélag í nokkurn tíma en hefur nú náð að festa rætur. Í upphafi rugluðu margir því við sjálfsþurft (búskap t.d.) nú er skilningur almennings vonandi meiri og betri. Sjálfsagt er það samt…

  • Leikur ungbarna

    Leikur ungbarna

    Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman.…