Author: Kristin

  • Veðurfréttamaðurinn

    Veðurfréttamaðurinn

    Leikur barna getur tekið á sig ýmsar myndir. Á meðal einkenna hins frjálsa leiks er að hann sé sjálfsprottinn og að börnin semja leikreglurnar sjálf, oft eru þau að túlka og endursemja upplifanir  sínar í leik. Stundum fara fullorðnir inn í leik barna. Þeir eiga hinvegar til að tímasetja innsetningar sínar úr takti við leikinn,…

  • Eðlisfræði í leikskóla

    Eðlisfræði í leikskóla

    Eðlisfræði er daglegt viðfangsefni barna í leikskólum. Þau fást við ýmis eðlisfræðileg lögmál í gegn um leikinn. Fást þar við eðli hlutanna. Þau lyfta hlutum, láta þá renna, falla, þau róla sér, byggja úr kubbum, nota segla, láta hluti fljóta og sökkva og margt margt fleira. Í viðtali sem Pétur Halldórsson tók við mig á…

  • Ljósheimar Aðalþings

    Ljósheimar Aðalþings

    Nýlega var opnaður vefur á vegum leikskólans Aðalþings í Kópavogi um þróunarverkefni sem þar var unnið í tengslum við ljós. Vefurinn hefur eins og verkefnið sjálft hlotið nafnið Ljósheimar. Þó svo að vefurinn sé hluti af verkefni Aðalþings er hann lauslega tengdur þessari síðu.  Ljósheimaverkefnið stóð yfir veturinn 2010 – 2011 og fjallaði um hvernig…

  • Leikskólinn og félagslega réttlætið

    Leikskólinn og félagslega réttlætið

    Ég segi stundum að ég hér áður fyrr hafi leikskólakennarar í borginni skipst í tvo hópa, annarsvegar þá sem unnu í leikskólum með hálfdagsbörn gifta fólksins og svo við sem unnum á dagheimilum með börn einstæðra foreldra og námsmanna. Heimur okkar og veruleiki var  um margt ólíkur. Við sem vorum á dagheimilunum upplifðum meira fátækt…

  • Að nota sögusteina

    Að nota sögusteina

    Í nýlegri færslu hér sagði ég frá sögusteinum sem ég hef verið að sjá á bloggum leikskólakennara víða um heim. Í framhaldið ákvað ég að tína nokkra steina og mála á  einfaldar myndir. Í framhaldið ákvað ég að prófa þá í sögugerð með Sturlu sem er nýorðinn fimm ára. Sturla er vanur að hlusta á mig…

  • Foreldrar spyrja börn

    Foreldrar spyrja börn

    Nýlega heimsótti ég leikskóla í Óðinsvéum. Hitti þar meðal annars fólk sem vinnur í ráðgjöf og yfirstjórn. Tilgangur ferðarinnar var að funda um verkefni sem Skagafjörður og Óðinsvé eru að leggja saman að stað í. Það var margt sem vakti athygli mína. Meðal annars eru yfirvöld að þróa þátttöku barna í mati á starfi leikskólanna.…

  • CICE

    CICE

    CiCe er samstarfsnet fjölmargra háskóla um alla Evrópu sem sinna kennaramenntun.  Markmið CiCe er að vinna að skilningi á meðal Evrópubúa um sameiginleg gildi og viðhorf og að vinna að mannréttindum og borgarmenntun  um Evrópu.  Árlega stendur CiCe fyrir rannsóknarráðstefnum . Þetta ár í York á Englandi og næsta ár verður hún i Lisabon í…

  • Lýðræðisuppeldi og agi og örlítið tengt  núvitund

    Lýðræðisuppeldi og agi og örlítið tengt núvitund

    Á Íslandi hefur umræða um aga og agavandmál verið vinsæl hjá hverjum samtíma. Þegar horft er til baka virðist sem sömu álitamálin og jafnvel lausnir komi fram aftur og aftur. Börnin eru óhlýðin og fyrtin og öllu siðferði virðist fara aftur. Hver kynslóð telur að sú sem á eftir kemur sé agalausari og ver upp alin en…

  • Lýðræði í leikskólum í anda hugmynda John Dewey

    Erindi haldið í tilefni 10 ára afmæli leikskólabrautar Háskólans á Akureyri þann 27. október 2006 á Akureyri.  Maðurinn John Dewey Er hægt að svara því? Er hægt að segja hver einhver er eða var? Sennilega ekki en það er hægt að segja frá stórum dráttum í lífi hans og hluta af þeim hugmyndum sem hann…

  • Leikskólinn og kirkjan

    Forsjárhyggja leikskólakennara í trúmálum Erindi flutt á safnaðarheimili Akureyrarkirkju þann 8. mars 2008 Í upphaf erindis um skóla og trúmál er ekki úr vegi að minna á að í dag er 8. mars alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þennan dag árið 1910 lagði Clara Zetkin þýsk kvenréttindakona fram tillögu að því að tileinka einn dag á ári…