Author: Kristin

  • Slóð á Reggio Emilia

    Hér má finna ýmislegt sem tengist leikskólastarfi í anda Reggio Emilia. Athugið að neðst á stiku á forsíðu má finna flýtihnapp á sömu síðu.

  • Sophie Calle ljósmyndun og persónurýmið

    Sophie Calle ljósmyndun og persónurýmið

    Vorið 2011 voru sýndir heimildaþættir á RÚV um samtímaljósmyndara. Einn þeirra er franskonan Sophie Calle. Það sem einkennir list hennar er að hún beitir myndavélinni og sjálfri sér eins og rannsóknartæki.  Verk hennar eru yfirleitt ferilverk, ljósmyndir og texti sem vinna saman. Hún velur sér hugmynd eða concept og fylgir því alla leið, svona eins og við sem…

  • Hversvegna þessi eilífa áhersla á leikinn?

    Hversvegna þessi eilífa áhersla á leikinn?

    Að prófa sig áfram og gera tilraunir í gegn um leik er á undanhaldi í mörgum bandarískum leikskólum. Ástæðan er þrýstingur í átt til læsis, að börn eigi að vera læs þegar þau fara úr leikskólanum. Þrýstingurinn leiðir til þess að fjöldi kennara eyða meiri og meiri tíma í að kenna börnum lestur og  og…

  • Sköpun og leikur

    Sköpun og leikur

    Í grein eftir Ólaf Pál Jónsson heimspeking sem birtist í tímaritinu Hugur, tekst hann á við spurningu um hvað leikur og skapandi starf eigi sameiginlegt. Hann hefur grein sína á að vísa í algengar tilvísanir um að annað sé forsenda hins en bendir líka á að fáir reyni að svara hver þessi forsenda sé. Í…

  • Vísindasmiðja með þátttöku barna

    Vísindasmiðja með þátttöku barna

    Ég er svo heppin að fá að kenna og hafa umsjón með námskeiði sem er tenging á milli nokkurra greina. Námskeiðið heitir vísindasmiðja og var upprunalega hugsmíð okkar nokkurra kennara við leikskólabrautina við Háskólann á Akureyri. Reyndar er námskeiðið síbreytilegt og stundum kenna í því börn og starfsfólk leikskóla, starfandi fjöllistakona á Akureyri og prófessor…

  • Barnabækur og trúarlegur bakgrunnur barna

    Barnabækur og trúarlegur bakgrunnur barna

    Fyrir nokkrum árum hélt ég erindi í Akureyrarkirkju um tengsl kirkju og skóla. Ég sagði þar m.a. að ég teldi mikilvægt að við viðurkenndum áhrifavalda í lífi barna. Leikskóli sem lokar umheiminn úti og starfar samkvæmt rómatískri mynd af börnum, sýslandi með trékubba og leir, er ekki endilega að gera það. Slíkir leikskólar vinna iðulega samkvæmt…

  • Skjálfandi grísir og áræðnir kettlingar

    Skjálfandi grísir og áræðnir kettlingar

    „það ert sko þú, … Þú ert sko stórkostlegur, það geislar af þér eins og af sjálfri sólinni.“  Svara grísirnir skjálfandi. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það hvaða barnabækur eru lesnar í leikskólum og  innihald þeirra sé ekki forvitnilegt rannsóknarefni. Að greina innihald t.d. með tilliti til birtingarmynd kyns og kímni.  Hvort tveggja…

  • Einhverfa

    Einhverfa

    Í leikskólum eru fjöldamörg börn með einhverfu. Starfsfólk leitar síflellt leiða til að finna efni sem getur hjálpað því að hjálpa börnunum. Á þessa síðu er ætlunin að safna saman tenglum á myndbönd og heimasíður sem ættu að geta nýst þeim sem áhuga hafa. Síðan er tileinkuð ungling í fjölskyldunni minni honum Spencer Þór. Children…

  • Þöggun – ógn við lýðræði

    Þöggun – ógn við lýðræði

    Fyrir nokkrum árum átti ég i samræðu við leikskólakennara um stefnur og strauma og hvort t.d. ég mætti  eða gæti haft álit á stefnum sem af einhverjum ástæðum mér féllu ekki eða ég taldi ekki eftirsóknarverðar. Viðkomandi notaði að með þvi að hafa álit óhreinkaði ég og traðkaði á. Í framhaldið skrifaði ég þá hugleiðingu…

  • Sumargjöf til barna – leikskólinn

    Sumargjöf til barna – leikskólinn

    Sumargjöf Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: “Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna…