Category: Leikur

  • leikur eða agi – verkefni eða frelsi – deild eða bekkur

    leikur eða agi – verkefni eða frelsi – deild eða bekkur

    Það er svo merkilegt að reglulega heyrist umræða um að skólakerfið sé ekki að standa sig, að tíma barna sé ekki vel varið  í leikskólum eða gæti alla vega verið betur varið þar. Raddir heyrast um að börnin  þurfi að takast á við meira krefjandi „akademísk“ verkefni,  það sé hægt að nota tímann til að…

  • Það er hægt að læra að vera góður sögumaður

    Það er hægt að læra að vera góður sögumaður

    Margir sem þekkja mig vita að eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í leikskólum er að segja börnum sögur og að mörgum börnum finnst líka gaman þegar ég segi sögur. Nú undafarið hef ég verið að lesa alveg dásamlega bók um sögur eftir sögukonuna og barnabókahöfundinn Margaret Read MacDonald, en hún er einmitt á…

  • Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

    Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

    Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er  fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar. Leikskólakennarar þurfa að hugsa…

  • Leikur ungbarna

    Leikur ungbarna

    Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman.…

  • Frjáls leikur – hvað er það?

    Frjáls leikur – hvað er það?

    Nýlega hef ég tekið þátt í samræðum um skilning leikskólakennara á leik barna. Ég hef t.d. komist að því að fólk leggur oft annan skilning í hugtakið leik en leikskólakennarar gera.  Á meðal þess eru mörkin á milli tegunda leiks. Sem dæmi þegar tvö börn sitja og spila lúdó eða veiðimann telja fæstir leikskólakennarar að…

  • Veðurfréttamaðurinn

    Veðurfréttamaðurinn

    Leikur barna getur tekið á sig ýmsar myndir. Á meðal einkenna hins frjálsa leiks er að hann sé sjálfsprottinn og að börnin semja leikreglurnar sjálf, oft eru þau að túlka og endursemja upplifanir  sínar í leik. Stundum fara fullorðnir inn í leik barna. Þeir eiga hinvegar til að tímasetja innsetningar sínar úr takti við leikinn,…

  • Að nota sögusteina

    Að nota sögusteina

    Í nýlegri færslu hér sagði ég frá sögusteinum sem ég hef verið að sjá á bloggum leikskólakennara víða um heim. Í framhaldið ákvað ég að tína nokkra steina og mála á  einfaldar myndir. Í framhaldið ákvað ég að prófa þá í sögugerð með Sturlu sem er nýorðinn fimm ára. Sturla er vanur að hlusta á mig…

  • Sögusteinar

    Sögusteinar

     Á ferð minni um netið hef ég rekist á margar skemmtilegar hugmyndir til að vinna með í leikskólum og/eða heima. Ein þeirra hugmynda sem ég sé víða getið þessa daga er sögusteinar. Sögusteinar eru bara venjulegir steinar sem fólk málar einfaldar myndir á, akrýlmálning virðist gefast vel, Aðrir hafa sett klippimyndir og tau á þá. Sumstaðar…

  • Ljósaborð

    Ljósaborð

    Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt. Þegar t.d. tveir mislitir gagnsæir hlutir eru lagðir á borðið…

  • Byggt fyrr og nú

    Byggt fyrr og nú

    Nýlega áskotnuðust mér ljósmyndir úr leikskólastarfi frá því fyrir um 50 árum síðan. Myndirnar sýna börn og starfsfólk við dagleg störf. Þau, byggja, teikna, lesa, leika úti og inni. Ég horfði á þessar myndir og hugsaði hvað margt væri nú með svipuðu sniði enn þann dag í dag. Sumt hefur auðvitað breyst en börnin breytast…