Tag: Leikskólastarf

  • Eru börnin strengjabrúðustjórnendur?

    Eru börnin strengjabrúðustjórnendur?

      Er munur á að hlusta á börn eða elta hugmyndir barna?  Áður en ég kem að því vil ég fá að deila með lítilli frásögn með lesandanum, sumir geta meira að segja speglað sig í henni. Vorið 2008 hlustaði ég á kynningu á þróunarverkefni í leikskóla. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni margra leikskóla til…

  • Hvað gera leikskólakennarar?

    Hvað gera leikskólakennarar?

      Hvað felst í starfi leikskólakennara? –Þeir vinna með börnum –Þeir skipuleggja umhverfi og nám barna. –Þeir taka þátt í að rannsóknum barna. –Þeir gera skráningar á námi barna og lesa úr þeim með samstarfsfólki, börnum og foreldrum. –Þeir taka daglega þátt í alla vega skapandi athöfnum. –Þeir eru bæði úti og inni. –Enginn dagur…

  • Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

    Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

    Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er  fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar. Leikskólakennarar þurfa að hugsa…

  • Frjáls leikur – hvað er það?

    Frjáls leikur – hvað er það?

    Nýlega hef ég tekið þátt í samræðum um skilning leikskólakennara á leik barna. Ég hef t.d. komist að því að fólk leggur oft annan skilning í hugtakið leik en leikskólakennarar gera.  Á meðal þess eru mörkin á milli tegunda leiks. Sem dæmi þegar tvö börn sitja og spila lúdó eða veiðimann telja fæstir leikskólakennarar að…

  • Að nota sögusteina

    Að nota sögusteina

    Í nýlegri færslu hér sagði ég frá sögusteinum sem ég hef verið að sjá á bloggum leikskólakennara víða um heim. Í framhaldið ákvað ég að tína nokkra steina og mála á  einfaldar myndir. Í framhaldið ákvað ég að prófa þá í sögugerð með Sturlu sem er nýorðinn fimm ára. Sturla er vanur að hlusta á mig…

  • Leikskólinn? Er hann svo frábær?

    Leikskólinn? Er hann svo frábær?

    Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég…

  • Foreldrar spyrja börn

    Foreldrar spyrja börn

    Nýlega heimsótti ég leikskóla í Óðinsvéum. Hitti þar meðal annars fólk sem vinnur í ráðgjöf og yfirstjórn. Tilgangur ferðarinnar var að funda um verkefni sem Skagafjörður og Óðinsvé eru að leggja saman að stað í. Það var margt sem vakti athygli mína. Meðal annars eru yfirvöld að þróa þátttöku barna í mati á starfi leikskólanna.…

  • Ljósaborð

    Ljósaborð

    Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt. Þegar t.d. tveir mislitir gagnsæir hlutir eru lagðir á borðið…

  • Barnamenning

    Barnamenning

    Á síðari árum hafa fræðimenn fjallað um að börn séu afmarkaður hópur með eigin menningu, hér nefnd barnamenning. Meðal þeirra sem hafa fjallað um uppruna barnamenningar er Winnicott (1982) sem telur að hún verði til á svæði þar sem barnið annarsvegar og umhverfið hinsvegar mætast. Á þessu svæði myndast spenna sem er uppruni menningar og…

  • Líðan og velferð barna

    Líðan og velferð barna

    Með samþykki og útbreiðslu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna tók fólk að endurskoða hug sinn til barna og bernskunnar. Það fór að bera á umræðu um mikilvægi þess að sjá og viðurkenna að börn eru þátttakendur, þau hafa mótandi áhrif á sitt nánasta umhverfi, heimili og skóla. Í skrifum varð æ algengara að sjá á orðtök eins og félagsfræði bernskunnar, barnið…